Pálínuboð einhver?

Þýðing: Guðný N. Brekkan

Með marga nemendur að flytja inn á heimavistina, getur verið erfitt að aðlagast hinni miskunarlausu nemendamenningu. Sem betur fer eru pálínuboð á stúdentagörðunum næstum tvisvar í viku. Þú munt eignast svo marga nýja vini! Því miður hefur þú ekki hugmynd um hvað þú átt að elda. En engar áhyggjur, ég fór og safnaði nokkrum af bestu uppskriftum sem aðrir sveltandi, yfirunnir nemendur gátu veitt. Hér eru uppskriftirnar, nákvæmlega eins og mér var sagt frá þeim.

Adobo

Frá Filippseyjum gefur María Clara okkur klassíska Adobo uppskrift. Sett fram með nákvæmlega því hugarfari sem hún notar við matreiðslu.

Já. Í uppskriftinni má nota hvaða kjöt sem þú vilt: þú mátt nota svínakjöt, nautakjöt, eða jafnvel kjöt sem er ekki kjöt, eins og tofu, en ég vil frekar kjúklingalæri. Ég marinera kjúklinginn venjulega í sósunni. Sósan er gerð úr 1 bolla sojasósa, 1 bolla af ediki, pipar, salt, fullt af hvítlauk og smá púðursykri eða hunangi. Síðan, þegar þú ert tilbúinn að elda, pönnusteiktu kjúklinginn í kannski 3 mínútur á hvorri hlið og helltu svo sósunni á pönnuna. Ó líka, settu lárviðarlauf, kannski jafnvel 2 af þeim. Venjulega bæti ég við sriracha eða chiliflögum fyrir þennan auka hita.❤️ Látið malla þar til sósan fer að blandast saman. Mér finnst Adobo best pínu þurrt. ❤️ Borðaðu það með heitum gufusoðnum hrísgrjónum! Þú getur líka sett soðin egg á adoboið þitt ef þú vilt, eða kartöflur, en þar er of mikið fyrir mig svo yeahhhh.


Ömmusnúðar

Undan brúnni á Selfossi kemur dýrindis Ömmusnúðauppskrift eftir heimamanninn, Snæbjörn Mána Guðmundsson.

Hráefni:

- 6 bollar hveiti

- 2 bollar sykur

- 250g smjör/smjörlíki

- 2 meðalstór egg

- Mjólk eftir þörfum

Blandið öllum hráefnum saman þar til að myndast deig. Skiptið deiginu í tvo hluta. Fletjið deigið í ferhyrning. Stráið yfir kanilsykri. Rúllaðu ferhyrningum upp frá lengri endanum. Skerið í 1 cm bita og og leggið á bökunarplötu. Bakist í 200°C heitum ofni þangað til gullbrúnt.

Látið kólna áður en borið er fram.


Smákökur

Frá skoska hálendinu gefur Maggie McThistle okkur ljúffenga uppskrift af smákökum.

Hráefni:

-12 oz (350g) venjulegt hveiti

-8 oz (230g) smjör

-4 oz (110g) flórsykur

Setjið smjörið og sykurinn í skál og þeytið þar til það er orðið  rjómakennt. Hrærið hveiti út í þar til blandan verður að deigi. Setjið deigið á bökunarplötu (7x11) og pakkið þétt. Notaðu lítið kökukefli til að gefa slétta áferð. Passaðu að stinga í deigið með gaffli til að fá fallegt línumynstur á yfirborðið. Sett í 170°C forhitaðan ofn og bakað þangað til það er tilbúið. Merkið með hníf þá stærð eða lögun sem óskað er eftir og látið standa í plötunni í 10 mínútur. Flyttu svo yfir á vírgrind til kælingar.


Gyoza

Frá litlum bæ á höfuðborgarsvæði Tokyo kemur safarík gyoza uppskrift frá engum öðrum en Hanako Yamada.

Hráefni:

- Gyoza vefjur 

- Svínahakk eða sambland af svíni og rækjum

- Napa kál, saxað smátt

- Hvítlaukur, saxaður

- Engifer, rifið

- Sojasósa

- Hvítkál

- Sesamolía

- Salt og pipar

- Jurtaolía til steikingar

- Vatn


1. Blandaðu saman svínakjöti, napa káli, hvítlauk, engifer, sojasósu, sesamolíu, salti og pipar í skál. Blandið vel saman til að búa til fyllinguna.

2. Taktu gyoza vefju í lófann og settu smá fyllingu í miðjuna. Bleyttu brúnirnar á vefjunni með smá vatni með því að nota fingurna, brjóttu hana í tvennt og brettu svo brúnirnar til að loka gyozainu. Haltu þessu ferli áfram þangað til þú hefur búið til eins mikið og þú vilt. 

3. Hitaðu viðloðunarfría pönnu yfir meðalháum hita og bætið við jurtaolíu. Settu gyoza á pönnuna, en passaðu að það snertist ekki. Eldið í nokkrar mínútur þar til botnarnir eru brúnir. 

4. Hellið um ¼ bolla af vatni í pönnuna, hyljið með loki og gufusjóðið gyozað í um það bil 5 mínútur, eða þar til umbúðirnar eru gegnsæjar og fyllingin er soðin. 

5. Fjarlægið lokið og leyfið gyozainu að sjóða í 2-3 mínútur í viðbót, eða þar til vatnið hefur gufað upp og botninn er stökkur. 

6. Berið gyoza fram heitt með ídýfu úr sojasósu og hrísgrjónaediki, skreytt með söxuðum vorlauk eða sesamfræjum. 


Sérstakur réttur Stúdentagarða

Úr gleymdum iðrum Gamla Garðs kemur uppskrift, en nokkuð óþekkt. Eftir danskan einstakling sem gengur undir nafninu Þoka.

Hráefni:

- Egg, eða tvö ef þú ert hugrakkur

- Instant núðlur

Eldið núðlurnar eins og venjulega. Fylgdu leiðbeiningunum á kassanum. Ef þú ert mælingartýpan geturðu gert það en annars bara sérðu það. Þegar maturinn er eldaður tekur’ðann út með skeið. Nældu þér í skeið með smá síu til að gera það auðveldara. Þegar núðlurnar eru komnar í skál hendirðu egginu í vatnið í pottinum. Þú verður að þeyta það, HRATT. Vegna þess að ef þú þeytir ekki strax verður það allt kekkjótt og ógeðslegt. Þegar vatnið er orðið appelsínugult og fínt hellirðu því út í skálina.

Þú varst með instant núðlur og nú ertu með sælkeramáltíð.

Þoka út. Friður sé með yður.


Þetta voru allar alþjóðlegu máltíðirnar sem við höfðum tíma fyrir í dag. Ég vona svo sannarlega að þú njótir réttanna. Og mundu alltaf, ef þú kannt ekki að elda, getur þú alltaf fylgt leiðbeiningunum… eða bara komið með gos. Einhver verður að vera gos manneskjan.

MenningD. Douglas Dickinson